Svalar bjóða
Svalar bjóða upp á vinnustofur og ráðgjöf þar sem fléttað er saman fræðslu og þátttöku starfsfólksins á léttan og skemmtilegan hátt.
Streitustiginn
Á vinnustofunni kynnum við Streitustigann og verkfæri sem honum fylgja. Þátttakendur fá tækifæri til að leggja mat á eigin streitu, átta sig á hvernig streita þróast og fá í hendur hagnýt verkfæri til að vinna gegn streitu bæði einstaklingsbundið og á vinnustað.
Vinnustofan hentar bæði starfsfólki og stjórnendum.
Þátttakendur eru virkir í æfingum og geta unnið með raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Streitustiginn byggir á faglegum grunni og kemur frá dönsku sálfæðingunum Marie Kingston og Malene Friis Anderson.
Sálfélagslegt öryggi
Á vinnustofunni kynnum við mikilvægi sálfélagslegs öryggis á vinnustöðum og þá þætti sem þurfa að vera til staðar til að ná því. Þáttakendur fá tækifæri til að skoða vinnustaðamenningu út frá mismunadi sjónarhornum til að átta sig betur á hvernig þeir geta lagt að mörkum til að styðja við eigin vellíðan og samstarfsfólks.
Vinnustofan hentar bæði starfsfólki og stjórnendum.
Þátttakendur eru virkir í æfingum og geta unnið með raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Efni vinnustofunnar byggir á faglegum grunni.
Vellíðan vinnur
Við bjóðum sérsniðin námskeið og ráðgjöf, hönnuð fyrir stjórnendur og mannauðssérfræðinga sem vilja styðja við starfsfólkið sitt á markvissan hátt.
Sem dæmi má nefna námskeið um:
Helgun í starfi.
Stefna um stað- og fjarvinnu.
Að koma til móts við skynsegin starfsfólk.
Mjúki leiðtoginn.
Siðferðisleg streita.
Þátttakendur fá tækifæri til að átta sig á hvernig stjórnun hefur áhrif á líðan starfsfólks og ná að tileinka sér nýjar árangursríkar áherslur.
Vefnámskeið og fyrirlestrar
Svalar eru með mikla reynslu af vefnámskeiðum og fyrirlestrum og nýta sér óspart þá gagnvirku möguleika sem fjarfundaforrit bjóða upp á.
Svalar geta boðið öll námskeiðin sem finna má á síðunni í styttra formi á fjarfundum en auk þess eru í boði ýmis árstíðabundin námskeið sem einnig er hægt að fá í fyrirlestraformi.
Dæmi um vefnámskeið / fyrirlestra:
Hvernig undirbúum við starfsfólkið fyrir sumarleyfin?
Að varðveita „hleðsluna“ eftir sumarleyfin.
Njótum aðventunnar án streitu.
Páskafríið – besta fríið á árinu?
Starfsþróun
Vinátta á vinnustöðum.
Hafðu samband
Við viljum endilega heyra frá þér!

