Svöluspá

Hvað er framundan hjá þér?

Svöluspárspilin eru hugsuð fyrir leiðtoga og starfsfólk á vinnustöðum til að halda í jákvæðnina og opna á umræðu um hvernig hægt sé að nýta styrkleika hvers og eins sem allra best.

Dragðu Svöluspá fyrir þig ✨

Dragðu spil til að sjá hvað er að fara að gerast í vinnunni á næstu vikum!

Svöluspá - hugmyndir að notkun

Svöluspá spilin eru hugsuð til að hvetja leiðtoga á vinnustöðum til að halda í jákvæðnina og opna á umræðu um hvernig hægt sé að nýta styrkleika mannauðsins á vinnustaðnum sem allra best.

Hver og einn getur auðvitað alltaf dregið spil á sínum eigin forsendum en Svalar sjá fyrir sér að Svöluspáin geti einnig nýst á fundum og ýmsum uppákomum á vinnustaðnum svo sem:

  • Til að hefja fundi á jákvæðum nótum - einn eða fleiri draga þá spil og tjá sig um:

    • Hversu vel spáin passi við viðkomandi

    • Hvernig einmitt þessir styrkleikar geti nýst í því verkefni sem fundurin snýst um

  • Til að nota í nýjum teymum svo að hópurinn nái að kynnast betur

    • Þá draga allir eitt spil og síðan er rætt hve vel spilið passi hverjum og einum.

    • Einnig rætt hvernig styrkleikarnir geti nýst teyminu.

  • Til að grípa til í erfiðum uppákomum/aðstæðum

    • Starfsfólk hvatt til að draga spil til að halda í jákvæðnina

    • Leiðtogi eða umsjónarmaður vefsíðu getur dregið spil og birt daglega