Vellíðan er virði

Vinnustofur og námskeið

  • Streitustiginn

    Streitustiginn er öflugt verkfæri sem starfsfólk og stjórnendur geta notað til að koma auga á og draga úr streitu á vinnustaðnum.

  • Sálfélagslegt öryggi

    Vinnustofa þar sem þátttakendur átta sig á og skoða hvernig traust, öryggi og opin samskipti skapa sterkari teymi.

  • Vellíðan vinnur

    Vinnustofa fyrir stjórnendur og mannauðssérfræðinga sem vilja styðja við starfsfólkið sitt á markvissan hátt.

  • Vefnámskeið og fyrirlestrar

    Vefnámskeið og fyrirlestrar sem tengjast árstíðum eða tilfallandi aðstæðum á vinnustað. Markviss, skemmtileg og hvetjandi.

  • Góð vinnustaðamenning hefst hjá þér sem leiðtoga.

  • Kannski viltu efla teymið með meiri jákvæðni og seiglu.

  • Kannski viltu skapa vinnustað þar sem fólk blómstrar.

  • Kannski viltu byggja upp traust og samvinnu.

  • Við hjálpum þér að leggja grunninn.

Kíktu á skrifin okkar!
Það verður að vera gaman :-)

Það verður að vera gaman!

Um Svalar

Svalar hafa brennandi áhuga á að stuðla að aukinni vellíðan á vinnustöðum og búa yfir þekkingu og reynslu á því sviði.

Svalar eru þær Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun og Líney Árnadóttir, sérfræðingur í starfsþróun og starfsráðgjöf ásamt kennslu fullorðinna. Saman mynda þær faglega sterkt teymi og leggja upp úr því að hafa fræðsluna hressa og skemmtilega.

Umsagnir

  • „„Fannst þetta bæði gagnlegt og gaman.“

    🌿🌿🌿

  • „Frábær leið til að meta streitu í eigin lífi . . .

    🌿🌿🌿

  • „Fróðleg vinnustofa … ætti að vera skylda…“

    🌿🌿🌿

  • „Gagnlegar ábendingar um að passa upp á sjálfan sig og jafnvægi.““

    🌿🌿🌿

  • „Áminning um að jákvæðni, heiðarleiki og gagnkvæm virðing á vinnustað minnkar streitu og skapar góðan anda."

    🌿🌿🌿

  • „Vinnustofan opnaði augun mín betur um einkenni of mikils álags."

    🌿🌿🌿

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum