Mannauður mætur mætir

“Mannauðsdagurinn í ár er á föstudaginn og Svalar hlakka til!”

Mannauðsdagurinn er orðinn fastur punktur í tilverunni hjá mannauðsfólki og leiðtogum sem vilja vera með puttana á púslinum þegar kemur að því nýjasta og besta í stjórnunar- og vellíðunarfræðum vinnustaða. Svalar hafa verið duglegar að mæta á viðburðinn og átt þar góðar stundir bæði við að meðtaka nýja þekkingu og njóta félagsskaparins enda öruggt mál að á Mannauðsdeginum gefst alltaf tækifæri til að heilsa upp á fjölda kunningja og vina.

Svalar hafa líka báðar reynslu af því að taka þátt í bás á Mannauðsdeginum fyrir aðra vinnustaði og samtök sem hefur verið mjög gefandi og skemmtilegt en í ár eru þær sérlega spenntar að vera í fyrsta skipti með bás fyrir Svalar. Það hefur verið einstaklega gaman að undirbúa daginn og gaman að segja frá því að við höfum náð að vinna á hinum ýmsu stöðum að þeim undirbúningi enda oft staddar í sitt hvoru landinu. Þannig höfum við tekið þó nokkra fjarfundi en einnig náð að eiga staðfundi bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn. Við höfum náð að gleyma okkur í hugarflugi og reynt að fanga bestu hugmyndirnar og útfæra þær.

Við hlökkum mikið til að láta reyna á hugmyndirnar á föstudaginn og vonumst til að sjá ykkur sem flest á básnum okkar en þar gefst tækifæri til að draga “Svöluspá” og taka þátt í happdrætti auk þess að komast að því hvað Svalar hafa að bjóða til að auka vellíðan vinnustaða landsins.

Happdrætti

Þið sem náðuð að lesa til enda getið líka smellt á hlekkinn hér https://forms.gle/p31mWnYjo2yY9Du2A til að taka þátt í happdrættinu. Heppinn þátttakandi getur unnið skemmtilega og svala vinnustofu fyrir vinnustaðinn sinn.

Engin áhætta en vinningsvon!

Previous
Previous

Framsýn forysta

Next
Next

Vinátta á vinnustað