Framsýn forysta

Haustið er uppáhaldstími margra enda skartar náttúran þá sínu fegursta og svo margt spennandi er í boði.

Eitt af árvissum viðburðum haustsins er haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin var 25. september sl. Ráðstefnan var vel sótt og auk þess hafa myndbönd frá henni fengið hátt í 2000 áhorf á fb. Þema ráðstefnunnar var Framsýn forysta sem er jafnframt þema Stjórnvísi í vetur. Framsýn forysta vísar til þess að vera leiðtogi af hug og sál en ekki „bara“ stjórnandi.

Önnur Svalan er varaformaður stjórnar Stjórnvísi og naut þess heiðurs að fá að gera samantekt í lok ráðstefnunnar. Það var ekki heiglum hent að ná utan um erindi allra þeirra snillinga sem fluttu erindi á ráðstefnunni en við erum að tala um kanónur á borð við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, Eld Ólafsson, forstjóra Amaroq Minerals, Willum Þór Þórsson, forseta ÍSÍ og Rögnu Árnadóttur, forstjóra Landsvirkjunar. Auk þess stýrði Egill Heiðar Anton Pálsson, borgarleikhússtjóri, ráðstefnunni af stakri snilld.
Hægt er að horfa á erindin hér

Stundum er auðveldara að fanga stemningu betur í bundnu máli og það var einmitt ráðið sem Ingibjörg greip til eftir að hafa reynt að gera öllum þeim gullkornum sem féllu á ráðstefnunni einhver skil. En stakan sem fer hér á eftir varpar kannski ljósi á muninn á stjórnanda og leiðtoga.

Forystusauðurinn fremstur fram stikar
fastur á sínu og hvergi kvikar,
en leiðtoginn forystu framsýna velur,
og fullur af trausti starfsfólki breytingar felur.
Nýsköpun, opinn hugur og auðmýkt
tryggir vellíðan, árangur og mannlíf litríkt.

Hæfni, hugrekkis og seiglu er nú sem aldrei fyrr þörf
og með framsýnni forystu við heiminn mótum djörf!

Previous
Previous

Njóttu þín í starfi!

Next
Next

Mannauður mætur mætir