Svöluspá

Svöluspá er kynngimögnuð! “Þau sem drógu Svöluspá brostu út að eyrum og gengu áfram léttari í spori með jákvæða framtíðarsýn”.

Svalar kynntu Svöluspá til sögunnar á Mannauðsdeginum í september við góðar undirtektir. Þau sem stoppuðu á básnum okkar og gáfu sér tíma til að draga í Svöluspánni brostu undantekningalaust út að eyrum og gengu áfram mun léttari í spori. Svöluspáin er nefnilega svolítið mögnuð því hún fær okkur til að hugsa um styrkleika okkar og hvernig við getum nýtt þá sem best.

Nú hafa Svalar gert Svöluspána aðgengilega hér á netsíðunni sem þýðir að þú og þinn vinnustaður getið nýtt ykkur kynngimagnið í spilunum alla daga algerlega frítt!

Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir um notkun Svöluspárinnar á vinnustaðnum:

Svöluspá spilin eru hugsuð til að hvetja leiðtoga á vinnustöðum til að halda í jákvæðnina og opna á umræðu um hvernig hægt sé að nýta styrkleika mannauðsins á vinnustaðnum sem allra best.

Hver og einn getur auðvitað alltaf dregið spil á sínum eigin forsendum en Svalar sjá fyrir sér að Svöluspáin geti einnig nýst á fundum og ýmsum uppákomum á vinnustaðnum svo sem:

🌿 Til að hefja fundi á jákvæðum nótum - einn eða fleiri draga þá spil og tjá sig um:
                 🌿Hversu vel spáin passi við viðkomandi 
                 🌿Hvernig einmitt þessir styrkleikar geti nýst í því verkefni sem fundurinn snýst um

 🌿Til að nota í nýjum teymum svo að hópurinn nái að kynnast betur
                🌿Þá draga allir eitt spil og síðan er rætt hve vel spilið passi hverjum og einum.
                🌿Einnig rætt hvernig styrkleikarnir geti nýst teyminu.

 🌿Til að grípa til í erfiðum uppákomum/aðstæðum
                🌿Starfsfólk hvatt til að draga spil til að halda í jákvæðnina
               🌿 Leiðtogi eða umsjónarmaður vefsíðu getur dregið spil og birt daglega

Svo er um að gera að nýta sköpunargáfuna og finna enn fleiri leiðir til að nýta Svöluspánna.

Smelltu á Svöluspá hér til að draga spil og kíkja fram í tímann.

Previous
Previous

Hvað gerist þegar stjórnendur nota virka hlustun?

Next
Next

Njóttu þín í starfi!